17.10.2019 | 19:50 mbl.is
Réttað yfir SS-liða sem gerðist bak­ari

Fyrr­ver­andi liðsmaður SS-sveita nas­ista sagðist iðrast gjörða sinni fyr­ir dómi í Þýskalandi í dag. Maður­inn átti hlut­deild í morðum á yfir 5.000 föng­um í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista í síðari heims­styrj­öld.

Bruno Dey, 93 ára, er sakaður um að hafa komið að morðum á 5.230 föng­um þegar hann vann í Stutt­hof-út­rým­ing­ar­búðunum, nærri Gdansk í Póllandi. Rétt­ar­höld­in yfir Dey eru vænt­an­lega með síðustu rétt­ar­höld­um yfir fyrr­ver­andi liðsmönn­um SS-sveita Ad­olfs Hitlers. 

Dey full­yrðir að hafa ekki tekið sjálf­vilj­ug­ur þátt í aðgerðum nas­ista í út­rým­ing­ar­búðunum, en hann seg­ist þó iðrast gjörða sinna. 

„Þetta sagði hann í yf­ir­heyrsl­unni. Hann iðrast þess sem hann gerði,“ sagði Stef­an Waterka­mp, lögmaður Dey. 

„Hon­um var einnig ljóst að fang­arn­ir voru ekki þarna vegna þess að þeir voru glæpa­menn, held­ur vegna gyðinga­hat­urs, kynþátta­hat­urs og annarra ástæða. Hann hafði samúð með þeim. En hann áleit sig ekki vera í stöðu til að frelsa neinn,“ sagði Waterka­mp. 

Seg­ir Dey ekki hafa viljað starfa í Stutt­hof

Dey, sem er bund­inn við hjóla­stól, bar hatt á höfði, var með sólgler­augu og skýldi and­lit sitt með rauðri möppu þegar hann mætti í rétt­ar­sal­inn. 

Waterka­mp sagði skjól­stæðing sinn vera „reiðubú­inn til að svara öll­um spurn­ing­um,“ og bætti við að Dey hafi ekki „gengið til liðs við SS af fús­um og frjáls­um vilja. Hann sótt­ist ekki eft­ir því að starfa í út­rým­ing­ar­búðunum.“

Sak­sókn­ar­ar sögðu Dey „hafa sem SS vörður í Stutt­hof-út­rým­ing­ar­búðunum frá ág­úst 1944 til apríl 1945 trú­lega hafa veitt aðstoð við hrylli­leg morð á gyðing­um í fanga­búðunum“. 

Mik­ill þrýst­ing­ur var á að rétt­ar­höld­in yfir Dey færu fram þrátt fyr­ir háan ald­ur hans og lé­lega heilsu. Öfga­hægr­i­skoðanir og gyðinga­hat­ur hafa færst nokkuð í auk­arn­ar að und­an­förnu, en tveir lét­ust í árás á sam­kundu­hús gyðinga í þýska bæn­um Halle í síðustu viku. 

„Af hverju fara rétt­ar­höld­in fram í dag? Munið hvað gerðist í Halle í síðustu viku,“ sagði Efraim Zuroff, talsmaður Simon Wiesent­hal sam­tak­ana. 

„Hár ald­ur ætti ekki að vera ástæða til að dæma ekki […]. Hann var hluti af stærsta harm­leik sög­unn­ar, það var vilji hans,“ bætti Zuroff við. 

Gerðist bak­ari eft­ir stríðslok 

Á meðan Dey starfaði í fanga­búðunum gáfu nas­ist­ar fyr­ir­mæli um „loka­lausn­ina við gyðinga­vanda­mál­inu“ sem leiddi til kerf­is­bund­inn­ar út­rým­ing­ar á föng­um í gas­klef­um. 

Þrátt fyr­ir háa elli er réttað yfir Dey fyr­ir ung­linga­dóm­stóli þar sem hann var 17 ára þegar hann starfaði í Stutt­hof. 

Eft­ir því sem fram kem­ur á AFP gerðist Dey, sem er bú­sett­ur í Ham­borg, bak­ari eft­ir stríðslok. Þá starfaði hann einnig sem vöru­bíl­stjóri og við viðhalds­vinnu til að auka tekj­urn­ar. Dey á tvær dæt­ur með eig­in­konu sinni. 

Við yf­ir­heyrsl­ur sagðist Dey hafa verið send­ur til Stutt­hof vegna hjarta­galla sem kom í veg fyr­ir að hann yrði send­ur í fremstu víg­línu. 

Dey viður­kenndi einnig að hafa haft vitn­eskju um gas­klef­ana í búðunum og að hafa séð fanga­verði ýta föng­um þangað inn. 

Árið 2011 féll for­dæm­is­gef­andi dóm­ur yfir fyrr­ver­andi SS-liða, John Demj­anjuk, sem var sak­felld­ur fyr­ir hlut­deilt sína í morðum á föng­um í Sobi­bor-út­rým­ing­ar­búðunum í Póllandi. 

Í kjöl­far dóms­ins yfir Demj­anjuk hafa þýsk­ir dóm­stól­ar réttað yfir Osk­ar Groen­ing, sem var bók­ari í Auschwitz og Rein­hold Hann­ing, sem var fanga­vörður í Auschwitz. Báðir voru þeir sak­felld­ir fyr­ir aðkomu sína að fjölda­morðum í út­rým­ing­ar­búðunum, 94 ára að aldri. Þeir lét­ust báðir áður en þeir voru fang­elsaðir. 

mbl.is